Drykkjaþjónustan

Við bjóðum upp á alhliða drykkjaþjónustu fyrir viðburðinn þinn. Leyfðu okkur að einfalda þér lífið og sjá um drykkjaföngin. Sendu okkur endilega fyrirspurn með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan og við gefum þér verðtilboð í þinn viðburð.

Búbblubíllinn

Búbblubíllinn er elegant og skemmtileg lausn fyrir viðburði. Engir klakar, engar flöskur eða dósir, ekkert vesen. Bara svalandi bjór ... já og auðvitað fallegar búbblur í háum kampavínsglösum!

Búbblubíllinn er eina akandi búbbluþjónusta landsins en samskonar þjónusta hefur slegið í gegn víða um heim. Þjónustan hentar fyrir allt frá 50 manna vinaboði upp í stóra viðburði með fleiri hundruð manns og ekki er verra að hún býðst allan ársins hring.

Sjá nánar

Búbblubarinn

Búbblubarinn lyftir innibúbblupartýinu þínu í nýjar hæðir!

Við búum jú á Íslandi og þegar aðstæður eru þannig að þú vilt hafa partýið alfarið innandyra án þess að fórna glæsileikanum, þá er Búbblubarinn málið.

Glæsilegur ferðabar með úrvals freyðivíni á dælu (líka hægt að fá bjór) fyrir framan fallegan blómavegg - Kombó sem einfaldlega getur ekki klikkað.

Sjá nánar

Bjórbíllinn

Bjór á dælu er einfaldlega betri, þess vegna er Bjórbíllinn snilldarlausn fyrir hvaða viðburð sem er. Við getum haft allt að 6 bjóra á krana í einu og því er möguleiki að vera með betra úrval af bjórum en hinn besti bar í bænum. 

Senda fyrirspurn

Kaffibaunin

Hver kannast ekki við að ekki sé hægt að fá almennilegt kaffi á viðburðum? Kaffibaunin er viðburðarþjónusta sem sérhæfir sig í hágæða kaffidrykkjum fyrir viðburðinn þinn.

Hægt er að fá bæði kaffibílinn okkar ásamt færanlegri kaffistöð sem hentar í viðburði innandyra. Við getum aðlagað okkur að þínum viðburði.

Senda fyrirspurn

Kaffibarinn

Kaffibarinn okkar - Hentugur fyrir ráðstefnur, fyrirtækjaviðburði og alls kyns samkomur.

Getum útvegað bakkelsi og slíkt með kaffiþjónustunni okkar.

Vinsamlegast hafið samband ef þið hafið spurningar varðandi Kaffibarinn og bókanir

Senda fyrirspurn